

Norræn matarupplifun í einstöku gróðurhúsi.
Sól Restaurant
Tekur við Dineout gjafabréfum
Um okkur
Sól Veitingastaður og Gróðurhús: Einstök Norræn Matarupplifun
Sól er einstakur veitingastaður staðsettur inni í lifandi gróðurhúsi, þar sem gestir njóta umkringdir gróskumikilli uppskeru í einstöku umhverfi.
Með útsýni yfir gróðurhúsið og í gegnum glergólf staðarins geta gestir fylgst með ræktun fersks salats, tómatanna, gúrkunnar og matjurta sem nýttar eru í eldhúsið og barinn. Að auki býður veitingastaðurinn upp á stórbrotið útsýni yfir Hvaleyrarlónið, þar sem náttúran leikur við gesti og skapar einstaka stemningu. Á stilltum kvöldum speglast litbrigði sólsetursins í lóninu, sem býr til ógleymanlegt augnarblik.
Sól leggur metnað sinn í að vinna með ferskasta hráefnið sem völ er á, þar á meðal eigin uppskeru beint úr gróðurhúsinu. Þetta veitir einstaka tengingu milli matar og umhverfis, sem endurspeglar hugmyndafræði okkar um sjálfbærni og hráefnisgæði. Við erum einnig að brugga okkar eigin bjór á staðnum, sem er aðeins fáanlegur á Sól.
Hönnun staðarins er einstök – náttúrusteinar, lifandi viður, gler og gróskumikil jurtaræktun skapa saman náttúrulegt og hlýlegt andrúmsloft sem gerir upplifunina bæði notalega og eftirminnilega.
Við hlökkum til að taka á móti þér á Sól!
Upplýsingar
Mikilvægar upplýsingar fyrir gesti
Vegna þess að veitingastaðurinn er staðsettur í lifandi gróðurhúsi, biðjum við gesti vinsamlegast um að koma ekki með blóm eða plöntur inn fyrir dyrnar. Þetta er gert til þess að tryggja heilbrigði og vernda ræktunina okkar.
Hópabókanir
Fyrir hópa stærri en 8 manns, vinsamlegast veljið af hópmatseðli okkar.
Til að bóka hafið samband í gegnum netfangið okkar sol@solrestaurant.is.



March 2025
Su
Mo
Tu
We
Th
Fr
Sa
23
24
25
26
27
28
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5