SLIPPURINN
Click to see more
$$$$
Price range
Accepts Dineout Gift Cards
Events
About
SLIPPURINN er fjölskyldurekin veitingastaður í Vestmannaeyjum sem leggur áherslu að bera fram íslenskan, frumlegan og skemmtilegan mat úr besta hráefni sem mögulegt er að fá í nærumhverfi.
Við leggjum mikinn metnað í að vera með eitt besta úrval sjávarfangs sem hægt er, alltaf ferskt. Við sjáum sumarið ekki sem eina árstíð heldur margar smá árstíðir sem breytast hratt. Við notum mikið af jurtum sem eru handtýndar í kringum alla Heimaey ásamt þara og berjum sem nýtast bæði í mat og drykki.
Við vinnum náið með frábærum framleiðendum til að tryggja að fá alltaf fyrsta flokks hráefni og sköpum upplifanir í gegnum matinn okkar og drykki.
Við óskum að gestir okkar skynji ástríðu að baki því að búa til veitingastað af þessari gerð, stað sem við viljum að bæjarbúar geti verið stoltir af.
Við rekum einnig annan stað í Vestmannaeyjum sem ber nafnið "næs" og er lítill smáréttastaður með mikla sál. Við mælum eindregið með að tryggja sér einnig borð þar. Sá staður er með lengri opnunartíma en SLIPPURINN og er opinn 7 daga vikunnar frá 11.30 - seint. Við mælum með að panta borð þar einnig - en sá staður fyllist hratt enda smærri en SLIPPURINN.
Information
Veitingastaðurinn SLIPPURINN var stofnaður árið 2012 í Magna húsinu, elsta steinsteypta húsi í Vestmannaeyjum sem skipar stóran þátt í sögu Vestmannaeyja.
Við erum öll frá eyjunni Heimaey. Við elskum eyjuna og eyjarnar í kring, samfélagið, okkar smábirgja og hrávörur í nærumhverfi. Við vinnum með smáframleiðendum, sjómönnum og bændum. Tínum villtar jurtir og sjávargrös og ræktum það sem er erfitt að fá annarsstaðar.
Matargerðin okkar er bæði mjög staðbundin og árstíðarbundin og matseðillinn breytist viku frá viku frekar en á nokkra mánaða fresti eftir hráefnum sem hægt er að fá hverju sinni. Við tvinnum saman gömlum hefðum við nýjar ferskar aðferðir og viljum gera hversdagslegum íslenskum hráefnum hátt undir höfði. Nýting afurða til hins ítrasta er okkur mjög mikilvæg.
Við getum ekki beðið eftir að taka á móti ykkur,
Gísli Matt, Katrín, Auðunn og teymið á bakvið veitingastaðin
Group bookings
Fyrir hópa stærri en 11 manns, vinsamlega hafið samband í gegnum netfangið okkar info@slippurinn.com eða í síma 481-1515
View more
Make a reservation
Select your date
November 2024
Su
Mo
Tu
We
Th
Fr
Sa
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30