ResOs

Kassakerfi

Kassakerfið okkar einfaldar veitingahúsrekstur og hámarkar skilvirkni. Með notendavænu viðmóti geta þjónar skráð pantanir með einföldum hætti, skipt reikningum og meðhöndlað greiðslur, á meðan umsjónarmenn halda utan um birgðir, starfsmanna áætlanir og skýrslur.

Matseðlar Skipta reikning Reikningsviðskipti

Einföld uppsetning á matseðlum

Matseðlar og vörur eru birtar á afar einfaldan máta. Hægt er að setja inn myndir af hverjum rétti fyrir sig þar sem það auðveldar starfsmanninum ferlið við að velja rétti í körfu.

Matseðlar Skipta reikning Reikningsviðskipti

Afar einfalt að skipta reikningnum

Við höfum eytt gríðarlegum þróunartíma í að gera notendum okkar kleift að skipta reikning á afar einfaldan og hraðan máta. Sama hversu marga hluta og hver borgar hvað, erum við viss um að ekkert kassakerfi leysir það betur en Dineout kassakerfið.

Matseðlar Skipta reikning Reikningsviðskipti

Reikningsviðskipti

Að setja viðskiptamann á pöntun er afar einfalt. Hægt er að setja aðila í reikningsviðskipti ásamt því að vera með góða yfirsýn á reikningsstöðu hvers og eins viðskiptamanns.

Helsta virkni

Stuðningur án nettengingar

Kassakerfið er fullkomlega starfshæft þegar veitingastaður tapar nettengingu. Án nettengingar er hægt að meðhöndla pantanir og greiðslur. Þegar nettenging kemur aftur á færast gögnin í bakvinnslukerfi Dineout.

Dagleg uppgjör

Kassakerfið veitir dagleg uppgjör, sem gerir umsjónarmönnum kleift að samræma reiðufé og kreditkorta viðskipti, fylgjast með tekjustraumum og búa til ítarlegar fjárhagslegar skýrslur.

Tengingar

Kassakerfið styður mismunandi tengingar við prentara, bæði kvittana- og eldhúsprentara. Fjöldi prentara ásamt hvaða réttir fara í hvaða prentara er sniðið að þörfum hvers veitingastaðar fyrir sig.

Matarpantanir

Inniheldur skjá til að halda utan um matarpantanir sem koma inn í gegnum síma eða frá netinu.

Viltu prófa Dineout?

Bókaðu fund hjá starfsfólki Dineout